Prófkjör Samfylkingarinnar á Norð-austur landi – Allir að kjósa!
Nú stendur yfir prófkjör Samfylkingarinnar í Norð-Austur kjördæmi. Þetta er eina opna prófkjörið á Austurlandi fyrir næstu kosningar. Prófkjörið fer fram á netinu og eins verður opinn kjörstaður laugardaginn 7 mars á Hótel Héraði. Leiðbeiningar um prófkjörið eru hér.
Ég skora á alla að nýta sér þetta tækifæri til að taka þátt í prófkjöri án þess að þurfa að ganga í stjórnmálaflokk.
Ég vil líka benda á að það eru tvær konur í úr félaginu á Fljótsdalshéraði í framboði. Jónína Rós Guðmundsdóttir býður sig fram í 1-2 sæti listans og Stefanía Kristinsdóttir býður sig fram í 2-4 sæti.
Nú er bara að drífa sig í að kjósa.