Sólin er í Seattle

Þær hafa verið skrítnar þessar síðustu vikur hérna í nýja heiminum okkar í Seattle. Áform okkar tóku aðeins nýja stefnu eftir að niðurstaða kom úr umsóknarferli Kristbjargar fyrir atvinnuleyfi, en hennar umsókn var ekki dreginn út til afgreiðslu. Það þýðir einfaldlega að hún má ekki vinna hérna úti, allavega ekki þiggja laun fyrir vinnu. Við þurftum því að endurskoða öll okkar áform og skoða okkar möguleika um framhaldið. Eftir nokkra hringi með þeim sem hafa með okkar mál að gera, þá er niðurstaðan sú að við ætlum að vera hérna áfram fram á sumar 2016 eins og upphafleg plön stóð til, bara með örlítið öðrum formerkjum.

Kristbjörg mun vera í verkefnum innan fyrirtækisins og byggja upp reynslu og þekkingu sem mun skila sér til lengri tíma, en hún er búin að vera í þjálfunarbúðum upp á síðkastið meðal annars hjá Microsoft.

Krakkarnir hafa líka náð að aðlagast vel þessa fyrstu mánuði og vilja láta reyna á lengri viðveru og ná heilu skólaári.

Þá er bara að verða sér út um golfsett og reyna nýta sér eitthvað af þessu fáránlega veðurfari sem er hérna. Eftir að hafa verið varaður við rigningu og sudda, þá hefur hér verið meira og minna sól og blíða allt frá því við komum í hingað í lok febrúar.

jynuseattle

Svona lýtur t.d. spáin út fyrir restina af Júní.

cool

Góða veðrið er því í Seattle þessi misserin þið sem eruð að leita. Hér ekki of heitt og ekki of kalt, bara svona ljómandi passlegt.