Notkun á opnum hugbúnaði
Tölvur og hugbúnaður er staðalbúnaður í allri skrifstofuvinnu. Það er greiddar talsverðar fjárhæðir í leyfisgjöld á hugbúnaði hjá flestum sveitafélögum og fer Fljótsdalshéraði ekki varhluta af þeim kostnaði. Gerður hefur verið altækur þjónustusamningur um hýsingu og rekstur neta hjá sveitafélaginu sem rennur út árið 2012. Það er ljóst að stór hluti af þeim hugbúnaði og kerfum sem starfsfólk stofnana og stjórnsýslu er að nota er hefðbundinn skrifstofuhugbúnaður. Mörg þessara kerfa er aðgengilegur sem opinn eða frjáls hugbúnaður á internetinu.
Í mars 2008 var samþykkt stefna þáverandi ríkisstjórnar um að auka vægi notkunnar á frjálsum og opnum hugbúnaði. Þannig er það gert að vinnureglu að meta ætíð kosti þess að taka upp opinn hugbúnað, þegar velja á ný hugbúnaðarverkfæri. Héraðslistinn setur fram þá stefnu að auka þekkingu á opnum hugbúnaði innan stjórnsýslu og stofnana sveitafélagsins, með það markmið að skipta út leyfisskildum hugbúnaði fyrir opin hugbúnað.
Það er mikilvægt að byggja upp þekkingu á slíkum hugbúnaði í skólunum. Með því að byggja upp þekkingu og getu fólks til að nýta sér opinn hugbúnað og vekja áhuga á aðgengi hans, verður hægt að stíga stærri skref þegar hýsingar og þjónustusamningar verða endurskoðaðir. Þá gefst möguleiki á að skipta út leyfisskyldum stýrikerfum fyrir opinn stýrikerfi þar sem það er hægt. Það er líka ljóst að það verður seint hægt að skipta út öllum leyfisskyldum hugbúnaði, því margt af þeim hugbúnaði verið er að nota er mjög sérhæfður og jafnvel sérsmíðaður. Slík verfæri þarf alltaf að gera ráð fyrir að séu notuð samhliða.
Þessi þróun í opnum hugbúnaði er að eiga sér víða stað og það er mikilvægt að Fljótsdalshérað taki þátt, því til lengri tíma mun þetta geta sparað talsverðar upphæðir og um leið gefur það sveitarfélaginu meiri möguleika á sveigjanleika hvað varðar kaup á þjónustu og uppbyggingu þekkingar.
Héraðslistinn vill fara í það sem fyrst að setja af stað verkefni um að auka notkun á opnum hugbúnaði í stjórnsýslu og stofnunum sveitafélagsins.