Valdaskipting síðustu 20 ára

Sjáflstæðismenn eru mjög hörundsárir og leiðir þessa dagana. Það eru allir að segja að þeir hafi ekki staðið sig vel, jafnvel þó allir vinir þeirra segi að þeir hafi verið mjög duglegir.

Það er pínlegt að hlusta á alþingismenn sjálfstæðismanna verja sjálfa sig þessa dagana. Sumir þeirra eru greinilega hræddir um að missa vinnuna sína nú í vor. Hvernig er það mögulegt fyrir alþingismenn sjálfstæðisflokksins og hreinlega hinn almenna flokksfélaga sjálfstæðisflokksins, að halda því fram að ekkert sé sjálfstæðisflokknum að kenna! Hvernig hefur þjóðfélagið þróast síðustu 18 árin, heil kynslóð þekkir ekki annað en að forsætisráðherra landsins komi úr sjálfstæðisflokknum. Sjálfsætðisflokkurinn hefur stjórnað þróun mála í öllum helstu málaflokkum. Ég tók af gamni saman upplýsingar um hver hefur haldið utan um stjórnvölin í málfokkum ríkistjórnar frá 1991.

Imagevaldatimi

( Ég leyfði mér að merkja Alþýðuflokkinn sem samfylkingarráðherra ( S ), þar þeir runnu þar inn )

Er ekki athyglisvert að þau ráðuneyti sem hafa haft hvað mest að segja um það fjárhag og lagaumgjörð landsins hefur verið stjórnað af Sjálfstæðisflokknum. Forsætis-, fjármála-, sjávarútvegs, dómsmála og menntamálaráðuneyti verið stjórnað af sjálfstæðismönnum. Er nema von að frjálshyggjan kunni sér ekki hóf, þegar hún hefur haft heila kynslóð til að móta með sér hið brenglaða gildismat græðgi og efnishyggju.

Sér ekki allavega grasrótin í sjálfstæðisflokknum hvað þessi vegferð hefur leitt til ömurlegrar niðurstöðu?

Ég er ekki sjálfstæðismaður, en hef lært að ala með mér umburðarlyndi gagnvart flokknum, þar sem mér nátengdir eru mikið sjálfstæðisfólk. Margir þeirra eru svokallaðir hægri kratar sem telja sínum hugsjónum best borgið í skjóli sjálfstæðisstefnunnar. Ég þekki þau rök og velti þeim mjög fyrir mér um tíma, hvort að þau haldi yfir höfuð, en það gera þau svo sannarlega ekki. Taumlaus frjálshyggjan náði yfirhöndinni og smitaði samfélagið svo rækilega að hvorki sjúdómsgreining sjálf hvað þá meðölin og aðgerðirnar eru í sjónmáli.

Það er hjákátlegt að hlusta á sjálfstæðismenn eins og Sigurð Kára gaspra með það í fjölmiðlum og á þingi að nú fari sko allt í kalda kol, þvi það sé kominn vinstri stjórn sem skattleggi þjóðina í kaf. Það er engum treystandi til að stjórna peningamálum þjóðarinnar, nema skeleggum og ofurklárum sjálfstæðismönnum! Er mögulegt að fólk gleypi virkilega við svona málflutningi, þegar sjálfstæðisflokkurinn á 18 ára tímabili hefur farið með öllu helstu peningaráðuneytin! Er hægt að setja þjóðina meira á hausinn en orðið er og það í boði 18 ára valdatíma sjálfstæðisflokksins.

Mín skoðun hefur verið sú síðustu árin að það verði að beita sanngjarnri, lýðræðislegri jafnaðarstefnu til að vinna með þjóðarhag allra þegna samfélagsins. Flestir flokkar telja sig eiga vettvang til að vinna með slíkar hugsjónir. Eflaust rétt. Mín skoðun er hinsvegar sú að Jafnaðarmannaflokkur Íslands, Samfylkingin sé sá vettvangur sem á veitir þeirri hugmyndafræði og hugsjónum best athvarf og vettvang til að vinna úr.

Kratar allra flokka, verið velkomnir í Samfylkinguna JAFNAÐARMANNAFLOKK ÍSLANDS.