Lýðræðishalli Austurlands
Nú er kosið á morgun og stuttri kosningabaráttu senn að ljúka.
Landslagið virðist lítið hafa breyst á síðustu tveimur vikum fyrir utan sterka innkomu borgarhreyfingarinnar.
Í mínum huga þá er það grunnhugmyndafræði flokkana sem skiptir aðal máli. Hvernig samfélag vil ég að rísi úr þeim rústum sem við horfum upp á núna. Þar hef ég mesta trú á jafnaðarstefnunni og hef sett mitt traust á jafnaðarmannaflokk Íslands, Samfylkinguna í þeim efnum.
En það eru margir sem horfa til þess hvaða fólk er í forsvari fyrir flokkana og hvort það treystir því til að sinna verkum fyrir sig. Ég vil í því samhengi benda á þá staðreynd sem blasir við okkur Austfirðinga, því sú staða gæti komið upp að við Austfirðingar ættum bara einn þingmann af 10 sem fara inn á þing. Sumum kann að þykja óþarfi að flagga þessu, en ég tel að við þurfum líka að hafa fólk sem þekkir Austurland og býr á svæðinu.
Á síðasta þingi voru 4 fjórir þingmenn með búsetu á Austurlandi.
Þuríður Bachman
Arnbjörg Sveinsdóttir
Ólöf Norðdal
Einar Már Sigurðarson
Eins og staðan var í þessari könnun var skipting kjördæmakjörinna þingmanna þessi:
x-V: 3
x-d: 1
x-S: 3
x-B: 1
Aðrir voru langt frá manni.
Ef sveiflurnar síðustu 3 daga frá þessari könnun eru um einn mann til eða frá þá eru þessir einstaklingar að berjast um níunda kjördæmakjörna manninn.
X-B: Höskuldur Þórhallson ( 2.sæti )
X-S: Jónína Rós Guðmundsdóttir ( 3.sæti )
X-D: Tryggvi Þór Herbertsson ( 2.sæti )
X-V: Björn Valur Gíslason ( 3.Sæti )
Og svo er þetta alltaf spurning um þennnan 10 landskjörna þingmann, sem byggir á nýtingu atkvæða á landsvísu. Hvar lendir hann?
Inn í þann dans gætu ofangreindir fjórir verið meðspilarar. En auk þess.
X-B: Huld Aðalbjarnardóttir( 3.sæti )
X-S: Logi Már Einarsson ( 4.sæti )
X-D: Arnbjörg Sveinsdóttir ( 3.Sæti )
X-V: Bjarkey Gunnarsdóttir ( 4.sæti )
Það eru ekki margir Austfirðingar í boði í þessum hópi sem verður í baráttunni. Það er bara einn öruggur, Þuríður Bacman.
Hin sem eiga séns eru:
Jónína Rós Guðmundsdóttir og Arnbjörg Sveinsdóttir.
Eflaust flokka líka margir Tryggva Þór sem Austfirðing.
Það eru margir að benda mér á að búseta fólks eigi ekki að skipta máli. Enn sem komið er þá er ég ósammála því. Það er ekki nauðsynlegt að það séu allir með búsetu í nærsamfélagi þess sem þeir eru fulltrúar fyrir, en einn fulltrúi af 10 er ekki nóg. Er það ekki kallað lýðræðishalli!
Þið sem viljið sjá fólk sem búsett er á Austurlandi í forsvari fyrir ykkar fjórðung, hafið möguleika á að tryggja Jónínu Rós Guðmundsdóttur frá Egilsstöðum sæti á þingi með því að kjósa Samfylkinguna á morgun.
Þið sem viljið sjá samfélag rísa byggt á réttlátri hugmyndfræði, kynnið ykkur jafnaðarstefnuna og kjósið Samfylkinguna til að fylgja henni eftir.
Þið sem viljið að Ísland horfi til Evrópu í samfélagi þjóða og viljið sækja um aðild að ESB, kjósið Samfylkinguna til að fylgja því eftir.
En fyrir alla muni kjósið þannig að þið verðið sátt við atkvæðið ykkar!